top of page

Vísnasamkeppni

Frétta- og blaðamannahópurinn hélt úti vísnasamkeppni í þessari viku. Þar sem við vorum staddir á dvaló þegar þessi hugmynd kviknaði fengum við Gunnlaug Valdimarsson til að yrkja fyrriparta:

Eina vísu máttu meika,

endilega verkið vanda.

Andrés Kristjánsson botnaði þennan fyrripart:

Þú skalt ekki láta skeika

því skal þessi lengi standa.

Gunnlaugur kom með annan fyrripart:

Börnin litlu bregða á leik,

bætir lund og líf.

Þennan fyrripart botnaði Andrés líka:

Of oft fara snemma á kreik,

við erum þeirra hlíf.

Andrés skellti svo í tvo fyrriparta handa okkur:

Banka nú á dyr hjá mér

bræður þrír á röltinu.

Brátt fer sól að hækka á himni,

hamingjan hún rís.

Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir tók áskoruninni og botnaði fyrripartana hans Andrésar.

Banka nú á dyr hjá mér

bræður þrír á röltinu.

Skella upp úr, skemmta sér,

Njóta sín á bröltinu.

Brátt fer sól að hækka á himni,

hamingjan hún rís.

Fyrst þó fáum jólakímni

Með frosti, snjó og ís.

Takk fyrir þáttökuna.

Silli, Ingimar og Ari, frétta- og blaðamannahópi


Featured Review
Check back soon
Once posts are published, you’ll see them here.
Tag Cloud
No tags yet.
bottom of page