top of page

Vorum í „sjokki“


Mynd: Ásbyrgi framleiðir friðarkerti

Við kíktum í heimsókn upp í Ásbyrgi, sem er vinnustofa fyrir fólk með skerta starfsgetu, og þar var vel tekið á móti okkur. Þegar við komum fengum við sjokk vegna þess að aðstaðan þar er mjög léleg sem er óviðunandi fyrir fólkið sem þar vinnur.

Starfsmenn Ásbyrgis þurfa að vinna, borða o.fl. allt við sama borðið sem er ekki af stærstu gerð. Eldhúsið er pínulítið og þar þarf að gera allt sem gera þarf í eldhúsi t.d gera þau kerti, þvo krukkur og ýmislegt fleira. Allur efniviður og lagerinn þeirra er í vinnurýminu sem þrengir að vinnuaðstöðu.

Á neðri hæðinni eru unnin háværari og skítugri störf en til þess að komast þangað þarf að fara niður lítinn og brattan stiga sem starfmenn hafa oftar en einu sinni dottið niður.

Við tókum viðtöl við stafsmenn og spurðum hvernig þeim þætti vinnuaðstaðan. Þau voru öll sammála um að það væri þröngt og stundum erfitt að vinna í svona litlu húsnæði.

Starfsmenn Ásbyrgis hlakka til að flytja í stærra húsnæði en það er vilji bæjarstjórnar að bæta húsnæðisstöðu Ásbyrgis, samkvæmt bæjarstjóra.

Meira frá Ásbyrgi í Sjónvarp Skólajól

Elvar og Birta, nemendur í blaða- og fréttmennsku hóp GSS


Featured Review
Check back soon
Once posts are published, you’ll see them here.
Tag Cloud
No tags yet.
bottom of page