top of page

Fjölmenningarstöðvar

Hóparnir í fjölmenningarteyminu vinna við að fræða fólk um lönd og jólahefðir. Til dæmis er sagt frá jólamat og jólakveðjum frá þeim löndum sem eru kynnt. Löndin eru Þýskaland, Holland, Ungverjaland, Rússland og Pólland.

Haldnar verða kynningar þar sem sagt er frá siðum og hefðum. Kynningarnar fara fram í básum inn á bókasafni sem hóparnir bjuggu til og skreyttu.

Þýskaland

Hópinn skipa: Valdimar, Símon, Robin.

  1. Hvers vegna Þýskaland? Út af því að okkur langaði ekki að fara í Holland og svo eigum við tveir (Robin og Simon) þýskar mömmur.

  2. Hver fattaði upp á að gera básinn eins og hann er? Samvinna okkar allra.

  3. Hvað er þetta búið að taka langan tíma? 3 daga.

  4. Hvað bökuðu þið: Fyllt epli með hnetufyllingu.

  5. Hvernig er búið að ganga? Allt í lagi.

  6. Hvað ætlið þið að gera þegar þið eruð búnir? Fara heim og borða og njóta jólafrísins ;)

Holland

Hópinn skipa: Karitas, Helena, Jóhanna, Birgitta, Klaudia

  1. Hver fattaði upp á að gera básinn eins og hann er? Eiginlega við allar. Fengum smá ,,tips” frá kennurum.

  2. Hvað er þetta búið að taka langan tíma? 4 daga með deginum í dag (fimmtudagur).

  3. Hvað bökuðuð þið? Kerstkransjes (jóla kransar).

  4. Hvernig er búið að ganga? Mjög vel. Við reyndar rifumst smá inná milli.

  5. Hvað ætlið þið að gera þegar þið eruð búnar? Að hafa sýningu á básnum og fara svo heim.

Ungverjaland

Hópinn skipa: Heiðrún Edda, Ása, María Margrét, Kristrún

  1. Hvers vegna Ungverjaland? Af því að það er spennandi.

  2. Hver fattaði upp á að gera básinn eins og hann er? Allar.

  3. Hvað er þetta búið að taka langan tíma? Þetta er búið að taka 4 daga.

  4. Hvað bökuðuð þið? Piparkökur og svo skreyttum við þær mjög vel.

  5. Hvernig er búið að ganga? Bara vel.

  6. Hvað ætlið þið að gera þegar þið eruð búin? Kynna fyrir nemendum og starfsfólki skólans.

Pólland

Hópinn skipa: Sara, Oliver, Samúel

  1. Hvers vegna Pólland? Af því að þetta er land sem við þekkjum vel og eigum við tveir (Oliver og Sammi) pólskar mömmur.

  2. Hver fattaði upp á að gera básinn eins og hann er? Oliver og Sammi.

  3. Hvað er þetta búið að taka langan tíma? 4 daga rúmlega.

  4. Hvað bökuðuð þið? Pierogi z miesem.

  5. Hvernig er búið að ganga? Mjög mjög vel. Mömmur okkar voru okkur mjög hjálpsamar :).

  6. Hvað ætlið þið að gera þegar þið eruð búin? Fara í jóla frí :)


Featured Review
Check back soon
Once posts are published, you’ll see them here.
Tag Cloud
No tags yet.
bottom of page