top of page

Búðarráp

Við fórum í búðarráp í Stykkishólmi og könnuðum jólaverslunina. Við kíktum í Bónus, Mæðgur og magazín, Lyfju, Önku, Skipavík, Skúrinn, Bókaverslun Breiðafjarðar og Sæferðir.

Flestir voru sammála um að jólaverslunin gangi vel og að Hólmarar versli í heimabyggð. Viðskiptin virðast hafa aukist síðan í fyrra.

Verslun Sæferða vill nýta tækifærið og minna á sig þar sem þar er fullt af flottum vörum sem henta vel í jólapakkann.

Vinsælustu vörurnar í búðunum:

Bókaverslun Breiðafjarðar: Bækur og leikföng - Við höfum einmitt tekið saman á heimasíðu Skólajóla þær bækur sem eru á óskalistanum hjá grunnskólanemendum.

Mæðgur og magazín: Ilse Jakobsen stígvél og Iittala vörur

Lyfja: Ilmvötn og förðunarburstar

Skipavík: Jólaseríur

Sæferðir: Jólasveinastytturnar og saltið

Gróa og Vaka frétta- og blaðamennska


Featured Review
Check back soon
Once posts are published, you’ll see them here.
Tag Cloud
No tags yet.
bottom of page