top of page

Boccia


Tveir nemendur úr frétta- og blaðamennsku fóru upp á dvalarheimili og fengu að taka þátt í boccia. Hann Snæbjörn Aðalsteinsson iðjuþjálfi sér um boccia á dvalarheimilinu.

Boccia er boltaleikur þar sem er keppt í tveimur liðum og markmið leiksins er að reyna að kasta boltanum sem næst hvíta boltanum eða markaboltanum. ,,Þau gera þetta til að stytta sér stundir og æfa samæfingu augna og handa,” segir Snæbjörn.

,,Við höfum mikla ánægju af því að spila þetta,” segir María Bæringsdóttir og bætir við að ,,þegar ég var krakki og var að alast upp þá var þetta spilað alltaf, að minnsta kosti einu sinni, tvisvar í viku.”

Boccia er spilað reglulega á dvalarheimilinu og allir skemmta sér vel á æfingunum.

Gróa og Vaka, frétta- og blaðamennska


Featured Review
Check back soon
Once posts are published, you’ll see them here.
Tag Cloud
No tags yet.
bottom of page