top of page

Leikskólaheimsókn

Á Leikskólanum í Stykkishólmi er börnunum skipt upp í þrjár deildir, Ás, Nes og Vík. Ás (elstu nemendurnir) hefur grænan lit, Nes hefur rauðan og Vík (yngsta deildin) bláan. Fataklefarnir eru í þessum litum.

Tekið er við nemendum á leikskólann þegar þau eru eins árs ef það er laust pláss. Við spurðum leikskólastjórann hana Sigrúnu Þorsteinsdóttur hvað krakkarnir á yngstu deildinni,Vík, gera á daginn. Þau mæta á tímabilinu átta til tíu og fá svo morgunmat klukkan níu. Eftir morgunmatinn er lestur og leikstund og stundum hópastarf. Síðan fara þau út og svo er hádegismatur.

Að hádegismat loknum leika þau sér og leggja sig yfir daginn. Stundum eru þau í sameiginlegri söngstund í salnum með eldri nemendum.

Sigrún sagði okkur líka frá starfinu á Leikskólanum í desember. Krakkarnir hafa jóladagatal og skreyta jólatréð með skrauti sem þau búa til sjálf. Í byrjun desember byrja þau að gera jólagjöf handa foreldrum sínum og eru að klára hana í miðjum desember. Í desember er líka alltaf rauður dagur. Þá koma krakkarnir í rauðum fötum eða jólafötum. Svo hafa þau jólaball og þá koma jólasveinarnir í heimsókn til þeirra. Síðan er alltaf jólaföndur með foreldrum og elsti árgangurinn leikur helgileikinn.


Featured Review
Check back soon
Once posts are published, you’ll see them here.
Tag Cloud
No tags yet.
bottom of page