top of page

Spurning dagsins

Við spurðum nokkra starfsmenn á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi hvernig jólin voru hjá þeim þegar þau voru lítil.

Hrefna Frímannsdóttir

Á jólunum fór ég í sveitina til ömmu og afa. Á aðfangadagsmorgun fórum við upp í fjárhús að hleypa til og gefa kindunum. Síðan fóru allir heim í sturtu og klukkan sex voru allir tilbúnir. Við borðuðum alltaf lambasteik á jólunum. Við hlustuðum alltaf á messuna í útvarpinu. Í eftirrétt var risalamande með möndlu í og karmellusósu yfir. Ég var alltaf pakksödd. Eftir matinn fórum við að opna pakkana og dönsuðum stundum í kringum jólatréð og spiluðum.

Halla Dís Hallfreðsdóttir

Hjá mér var allt svipað og það er í dag. Við borðuðum hangikjöt og mamma var mjög lengi að borða. Fjölskyldan mín var mjög stór og allir hittust eftir matinn heima hjá ömmu. Það var mjög gaman.

Ann Linda Denner

Ég átti heima í Þýskalandi og fannst mjög gaman á jólunum. Í Þýskalandi var alltaf snjór á jólunum. Jólatréð var ekki sótt fyrr en á aðfangadagsmorgun og það var skreytt og geymt í lokaðri stofunni þangað til um kvöldið. Pabbi var skógarfræðingur og ef það var gott veður fórum við út í skóg og skreyttum tré fyrir dýrin.


Featured Review
Check back soon
Once posts are published, you’ll see them here.
Tag Cloud
No tags yet.
bottom of page